Nauðungasala auglýst á 56 íbúðum
Enbætti Sýslumannsins á Seyðisfirði auglýsir í Morgunblaðinu í dag, fyrsta uppboð á 56 íbúðum í þremur blokkum við Kaupvang 41 til 45 á Egilsstöðum. Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, mánudaginn 15. febrúar næstkomandi klukkan 14:00.Bygging blokkanna við Kaupvang, sem oftast eru nefndar Kirkjugarðsblokkirnar í daglegu tali, hófst árið 2003 og þær voru að mestu byggðar á árunum 2004 til 2007. Blokkirnar eru þrjár með 27 íbúðum hver, alls 71 íbúð. Nú eru komnar á nauðungasölu 56 af íbúðunum í þessum blokkum. Gerðarbeiðandi er í öllum tilvikum Vörður tryggingar hf, en stærsti kröfuhafinn er Íbúðalánasjóður. Uppboðsþolar eru fjórir, eitt eignarhaldsfélag um hverja blokk, utan tvær íbúðir, sín í hvorri blokkinni sem eru í eignarhaldi sér félags en félögin heita FFF21, FFK41, FFK43 og FFK45. Íbúðirnar sem nú fara á nauðungasölu skiptast þannig á blokkirnar, 22 eru í Kaupvangi 41, 18 í Kaupvangi 43 og 16 í Kaupvangi 45.
Þetta uppboð er annað stig af þremur í svona uppboðsferli, sem lýkur með þriðja stiginu, lokasölu sem fer fram innan fjögurra vikna frá þessu uppboði.