Ánægja með atvinnulífssýningu: Myndir
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. sep 2012 21:41 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Um áttaíu fyrirtæki og einstaklingar kynntu vörur sínar og þjónustu á atvinnulífssýningunni Okkar samfélag sem haldin var í Egilsstaðaskóla fyrir skemmstu. Sýningarhaldarar áætla að um þrjú þúsund gestir hafi sótt sýninguna sem stóð í tvo daga.
Það var atvinnumálanefnd sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs sem hafði frumkvæði að sýningunni. Markmið sýningarinnar var að gefa fyrirtækjum, félögum og einstaklingum tækifæri á að kynna vörur sínar og þjónustu, að gefa þessum aðilum vettvang til að sameinast og tala saman og sýna kraftinn og fjölbreytnina í atvinnulífi á svæðinu.
Austurfrétt var á svæðinu og flakkaði á milli bása.














