Nítján staðir á Austurlandi í forgang á næsta ári

Nítján staðir á Austurlandi eru meðal þeirra 140 sem eru á lista sem Umhverfis- og auðlindaráðuneytið lagði fram í morgun í drögum að áætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, um land allt, til verndar náttúru og menningarminjum.


Í samræmi við bráðabirgðaákvæði sem Alþingi samþykkti í vor er gert ráð fyrir að ráðist verði í úrbætur á þessum stöðum á næsta ári.

Á svæðunum er eystra er gert ráð fyrir einfaldari verkefnum svo sem göngupöllum, bílastæðum og bættri salernisaðstöðu. Einnig er stefnt að aukningu í landvörslu.

„Ljóst er að uppsöfnuð þörf fyrir bætta aðstöðu á fjölsóttum stöðum og aukna landvörslu er mikil og halda þarf áfram á sömu braut með verkefnaáætlunum til þriggja ára í senn eins og kveðið er á um í lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum,“ segir í tilkynningu umhverfisráðuneytisins.

Áætlunin er undanfari 12 ára stefnumarkandi langtímaáætlunar og þriggja ára verkefnaáætlunar um sama efni sem leggja á fyrir Alþingi í formi þingsályktunar á næsta ári. Hún er í samvinnu við forsætisráðuneytið, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga eftir umsagnir fagstofnana.

Óskað er eftir umsögnum um drögin. Frestur til að senda þær til ráðuneytisins er til 2. nóvember. Alls eru 1200 verkefni á heildarlista ráðuneytisins. Get er ráð fyrir 1200 milljónum á ári næstu fimm árum í verkefni á fjárlögum auk þess sem ríkisstofnanir hafa fé í verkin svo samanlagt eiga að vera til framkvæmda um tveir milljarðar árlega.

Austfirsku verkefnin eru ýmist á forræði sveitarfélaga eða einstakra stofnana.

Álfaborg, Borgarfirði.
Álfkonusteinn, Vopnafirði
Blábjörg, Djúpavogshreppi
Dyrfjöll – Stórurð
Fardagafoss, Fljótsdalshéraði
Fjárborg í Mjóafirði
Folaldafoss á Öxi
Fossárdalur í Berufirði
Fólkvangur Neskaupstað
Galtastaðir fram, Hróarstungu
Helgustaðanáma, Fjarðabyggð
Hengifoss, Fljótsdal
Hólmanes, Fjarðabyggð
Laugavellir, Fljótsdalshéraði
Saxa – Stöðvarfirði
Skálanes, Seyðisfirði
Sómastaðir við Reyðarfjörð
Teigarhorn í Berufirði
Ysti-Rjúkandi á Jökuldal

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.