Skip to main content

Norðausturkjördæmi eða Norðausturríki?

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. nóv 2012 14:12Uppfært 08. jan 2016 19:23

nesk.jpg
Þóroddur Bjarnason prófessor og Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við Háskólann á Akureyri kynna á opnum fundi á Egilsstöðum á morgun niðurstöður úr skýrslunni „Starfsemi ríkisins í Norðausturkjördæmi.“

Skýrslan var tekin saman í sumar að beiðni landshlutasamtaka sveitarfélaga en það er Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) sem stendur fyrir fundinum.

Í skýrslunni er tekið saman hversu miklu af skattfé ríkisins er eytt og aflað í Norðausturkjördæmi. Í niðurstöðum segir útgjöld ríkisins fyrir Austurland sé 113 milljónum króna hærri en gjaldahlutfallið. Ríkið leggur til peninga til að styrkja þjónustu sveitarfélaga en er með minni þjónustu sjálft á svæðinu.

Málþingið hefst klukkan 12:30 á Hótel Héraði og er öllum opið.