Norðfjarðará hjó í veginn inn í Fannardal
Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa í dag unnið að því að verja nýja veginn inn í Fannardal eftir að Norðfjarðará hjó skarð í vegöxl fyrr í dag.Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni fór fylling úr vegkantinum skammt fyrir innan brúna yfir ána. Unnið hefur verið að því að verja veginn frekari skemmdum. Þá fór Grænanesvegur í sundur
Áin hefur vaxið mikið síðustu daga en sólarhringsúrkoman í Neskaupstað í gær mældist yfir 100 mm samkvæmt tölum frá Veðurstofu Íslands. Heldur hefur dregið úr úrkominni í dag. Mesta úrkoma á Austfjörðum það sem af er degi eru rúmir 20 mm á Seyðisfirði.
Enn rignir víða á svæðinu og er viðvörun vegna mögulegra skriðufalla enn í gildi. Víða eru vatnavextir á svæðinu og runnið hefur úr vegöxlum á stöku stað en hvergi annars staðar er vitað um teljandi skemmdir.
Við Norðfjarðará upp úr hádegi í dag. Mynd frá vegfaranda.