Norðfjörður: Menn eru að tala um að baka brauð: Myndir

nesk_29012013.jpg
Nokkuð er farið að bera á vöruskorti í verslunum í Neskaupstað en ófært hefur verið yfir Oddsskarð síðan á sunnudag. Mjög hvasst var í bænum aðfaranótt sunnudags. Snjóflóðahætta er á Austfjörðum enda mikil ofankoma verið síðustu daga.
 
„Menn eru að tala um að baka brauð heima hjá sér hérna núna,“ segir Þórhildur Eir Sigurgeirsdóttir, fréttaritari Austurfréttar í Neskaupstað. Þar eru brauðhillur og mjólkurkælar verslana teknir að tæmast en ófært hefur verið yfir Oddsskarð síðan á sunnudag. Mjög hvasst var í bænum aðfaranótt mánudags. Tré og flaggstöng voru meðal þess sem létu undan í látunum.

Veðurstofan telur hefur lýst yfir óvissuástandi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. „Töluvert nýsnævi hefur bæst ofan á gamla snjóinn sem var fyrir um helgina og hafa flóð fallið til fjalla. Krapi er í byggð en ofan við 300 metra er snjór þurr.“

Spáð er áframhaldandi úrkomu næsta sólarhringinn en á miðvikudag á að létta til. Veðurstofan varar þó við óstöðugleika áfram í snjónum eftir að úrkoma hættir.

Mesta úrkoma á landinu í dag hefur mælst á Fáskrúðsfirði, rúmir 47 millimetrar. Tæplega 45 millimetra úrkoma hefur verið á Eskifirði og yfir 36 millimetrar í Neskaupstað. Mesti vindhraði sem mælst hefur á hálendi Íslands í dag mældist á Gagnheiði, tæpir 29 m/s.

Spáð er norðaustan átt, 10-15 m/s á Austfjörðum og slyddu eða snjókomu á Austfjörðum í kvöld.
 
nesk_29012013.jpgnesk_29012013.jpgnesk_29012013.jpgnesk_29012013.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar