Engir farþegar með Norrænu til Íslands í næstu viku

Engir farþegar verða leyfðir með Norrænu,  sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar, næstu tvær vikurnar, vegna aðgerða færeyskra og danskra yfirvalda til að reyna að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.


Í samtali við færeyska ríkisútvarpið í gær sagði Rúni Vang Poulsen, framkvæmdastjóri Smyril-Line, að Norræna myndi ekki flytja aðra farþegar næstu tvær vikur en þá sem eru á leið heim til sín. Aðaltilgangur siglinganna verður því fragtflutningar.

Þá mátti lesa það út úr  tilkynningu á Facebook-síðu Smyril-Line og tölvupósti, sem Austurfrétt fékk og greindi frá í fyrstu útgáfu þessarar fréttar í gærkvöldi, skipið myndi ekki sigla til Seyðisfjarðar í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá afgreiðslu Smyril-Line á Seyðisfirði er það ekki rétt og hefur tilkynningin verið leiðrétt á Facebook-síðunni.


Í morgun var hins vegar tekin sú ákvörðun að engir farþegar verði í siglingum ferjunnar til Íslands næstu tvær vikurnar. Farþegar í yfirstandandi ferð ferjunnar, sem fór frá Seyðisfirði á miðvikudagskvöld, fá að snúa til síns heimalands.
 

Ákvörðunin á ekki að hafa áhrif á fragtflutninga og siglingaáætlunin að haldast óbreytt. Í tilkynningunni segir að þar til annað verði ákveðið muni Norræna hefja aftur siglingar eftir áætlun laugardaginn 28. mars.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.