Nýr umsjónarmaður á Stórhóli

Þorsteinn Sigjónsson, bóndi að Bjarnanesi í Hornafirði, hefur tekið jörðina Stórhól í Álftafirði á leigu með öllum bústofni fram á haust. Hann tók við allri ábyrgð á búfjárhaldi á bænum um seinustu mánaðarmót. Yfirvöld hafa gert athugasemdir við aðbúnað á öðru austfirsku sauðfjárbúi.

 

ImageSamkvæmt heimildum Agl.is var fyrirhuguð vörslusvipting á Stórhóli vegna ítrekaðra brota ábúenda á dýraverndunarlögum. Eftir vörslusviptingu í janúar voru þar 760 kindur.

Dýralæknar, á vegum Matvælastofnunar og Yfirdýralæknis, fóru í skoðunarferð á Selsstaði í Seyðisfirði í febrúar og gerðu athugasemdir við aðbúnað sauðfjár þar. Yfirdýralæknir staðfesti þetta í svari við fyrirspurn agl.is. Ábúendur hafa bæði fresti til úrbóta og andmæla.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar