Nýstofnaður ferðaklasi og áætlanaferðir alla daga

fljotsdalur_sudurdalur.jpgFerðaþjónustuaðilar á Hallormsstað og í Fljótsdal hafa stofnað til klasasamstarfs til að efla ferðaþjónustu á Upphéraði með sameiginlegri kynningu og áætlanaferðum frá Egilsstöðum. Í dag hófust ferðirnar á vegum Tanna Travel og verða þrjár ferðir á dag milli Egilsstaða og Végarðs í Fljótsdal allt til 3. ágúst.

 

Fyrsta ferð að morgni er frá Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum kl. 7:30 en síðasta ferð úr Fljótsdal er kl. 16:45. Stoppistöðvar eru á Skriðuklaustri, við Hengifoss og á Hallormsstað.

Forsvarsmenn verkefnisins fullyrða að óvíða á landinu sé á jafnlitlu svæði að finna viðlíka fjölbreytni í náttúru, áhugaverðum stöðum og þjónustu fyrir ferðamenn. Hallormsstaður og Fljótsdalur státa af stærsta skógi landsins, næsthæsta fossinum, aflmestu virkjuninni, klausturminjum, menningarsetri og vistvænni gestastofu fyrir stærsta þjóðgarð Evrópu. Á svæðinu eru allar tegundir af gistingu, allt frá svefnpokaplássi og tjaldsvæðum uppi í hótelsvítur og sumarhús. Þar er einnig að finna úrval gönguleiða, hesta- og bátaleigu og yfir sumarið eru starfsræktir þar þrír veitingastaðir sem leggja áherslu á hráefni svæðsins, s.s. hrútaber, lerkisveppi og hreindýrakjöt.

Að klasasamstarfinu standa ferðaþjónustuaðilar á Hallormsstað og í Fljótsdal ásamt, Landsvirkjun, Tanna Travel og Fljótsdalshreppi. Auk samvinnu um áætlanaferðirnar hefur klasinn gefið út sameiginlegan kynningarbækling á íslensku og ensku undir heitinu Njóttu lífsins við Lagarfljót.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.