Nýtt samgöngukerfi á Austurlandi
Nýtt kerfi almenningssamgangna hefur verið tekið í notkun á Austurlandi. Þetta nýja kerfi tengir átta þéttbýliskjarna saman í fjórðungunum.
Nýja samgöngukerfið opnar nýja möguleika fyrir íbúa þéttbýlanna og einnig ferðamenn sem ætla að ferðast um landið í rútum. Á Austurlandi hefur SSA tekið við veitingu sérleyfa sem gerir það mögulegt að skipuleggja almenningssamgöngur á Austurlandi sem eina heild.
Miðja kerfisins er staðsett á Reyðarfirði. Þaðan er hægt að ferðast til Eskifjarar og Neskaupstaðar, til Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur, og einnig til Egilsstaða og Fellabæjar. Kerfið er hugsað til að samstila akstur í skóla og á íþróttaæfingar, akstur í álverið á Reyðarfirði og á flugvöllinn á Egilsstöðum.
Miðar og mánaðarkort eru seld í sundlaugum og íþróttahúsum bæjanna sem að ofan voru taldir. Þar eru miðarnir afhentir en kort eru send með pósti innan 3 virkra daga frá kaupum þeirra.