Nýtt styrktarþjálfunartæki
Sjúkrunarþjálfunardeild Heilbrigðisstofnunar Austurlands á Egilsstöðum hefur fengið nýtt tæki til styrktarþjálfunar.
Tækið er til að styrkja fólkt í að rétta úr hnjám og beygja hné.
Þórhallur Harðarson, rekstrarstjóri HSA á Egilsstöðum, segir tækið mjög
góða viðbót við tækjakost sjúkraþjálfunar. „Það er einfalt í notkun og
mun örugglega nýtast mörgum vel.“
Tækið er keypt frá fyrirtækinu Sport-Tæki ehf og og er gefið af
Giljasjóði. Sjúkraþjálfarar og stjórnendur HSA á Egilsstðum þakka fyrir
tækið og góðan stuðning.