Nýtt vinnslumet á Vopnafirði
Met var slegið í vinnslu og frystingu á uppsjávarafurðum hjá HB Granda á Vopnafirði á síðasta ári en heildarframleiðslan var rúm 32.000 tonn.
Frá þessu er greint á vef fyrirtækisins. Árið áður voru til samanburðar fryst um 28.000 tonn. Þá jókst landaður afli verulega, úr 75.700 tonnum í 112.500 tonn.
Mest var fryst af loðnu á þessu ári, rúmlega 11.800 tonn, en síldar- og makrílafurðir voru svipaðar að magni eða um 9.200 tonn af hvorri tegund. Frysting á loðnuhrognum nam um 1.900 tonnum.