Nýtt vinnslumet á Vopnafirði

vopnafjordur.jpg
Met var slegið í vinnslu og frystingu á uppsjávarafurðum hjá HB Granda á Vopnafirði á síðasta ári en heildarframleiðslan var rúm 32.000 tonn.

Frá þessu er greint á vef fyrirtækisins. Árið áður voru til samanburðar fryst um 28.000 tonn. Þá jókst landaður afli verulega, úr 75.700 tonnum í 112.500 tonn.

Mest var fryst af loðnu á þessu ári, rúmlega 11.800 tonn, en síldar- og makrílafurðir voru svipaðar að magni eða um 9.200 tonn af hvorri tegund. Frysting á loðnuhrognum nam um 1.900 tonnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.