Níu á sjúkrahús eftir árekstur
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. feb 2010 10:03 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Níu voru fluttir á heilsugæsluna á Egilsstöðum í morgun eftir árekstur flugrútu og jeppa á Fagradal, skammt frá Egilsstöðum, í morgun. Átta voru í rútunni en einn í jeppanum. Meiðsli fólks eru minniháttar þótt einn hafi verið fluttur til Akureyrar til nánari skoðunar.
Rútan var á leið niður á Firði en jeppinn upp í Hérað, þega bílarnir skullu saman skammt neðan við Hálslæk neðst í Egilsstaðaskógi. Við áreksturinn kastaðist jeppinn út af veginum en hélst samt á hjólunum. Einn var í jeppanum en átta í rútunni, bæði fullorðnir og börn en enginn er alvarlega slasaður. Áreksturinn var harður enda skullu bílarnir beint hvor framan á annan og eru báðir gjörónýtir. Mikil mildi er að ekki urðu frekari meiðsl á fólki, miðað við ummerki á slysstað.