Níu á sjúkrahús eftir árekstur

Níu voru fluttir á heilsugæsluna á Egilsstöðum í morgun eftir árekstur flugrútu og jeppa á Fagradal, skammt frá Egilsstöðum, í morgun.  Átta voru í rútunni en einn í jeppanum. Meiðsli fólks eru minniháttar þótt einn hafi verið fluttur til Akureyrar til nánari skoðunar. arekstur.jpgRútan var á leið niður á Firði en jeppinn upp í Hérað, þega bílarnir skullu saman skammt neðan við Hálslæk neðst í Egilsstaðaskógi.  Við áreksturinn kastaðist jeppinn út af veginum en hélst samt á hjólunum.  Einn var í jeppanum en átta í rútunni, bæði fullorðnir og börn en enginn er alvarlega slasaður.  Áreksturinn var harður enda skullu bílarnir beint hvor framan á annan og eru báðir gjörónýtir.  Mikil mildi er að ekki urðu frekari meiðsl á fólki, miðað við ummerki á slysstað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.