Nýfallinn snjór á Fjarðarheiði í morgun

Nýfallinn snjór blasti við vegfarendum á Fjarðarheiði í morgun. Snjórinn náði þó ekki upp á veg og hindraði því ekki umferð farþega úr Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum var „nýfallinn haustsnjó“ að sjá þegar keyrt var yfir heiðina í morgun. Snjórinn var aðallega í norðanverðri heiðinni að Heiðarvatni.

Enginn snjór var á veginum og gekk umferð úr Norrænu því greiðlega. Um 800 manns komu með ferjunni og gekk móttaka hennar vel.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands fór hiti á Fjarðarheiði niður fyrir tvær gráður milli klukkan þrjú og sex í nótt. Á þeim tíma var einnig úrkoma á heiðinni. Þá varð 0,5 gráðu frost á Gagnheiði í nótt.

Mynd úr safni.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar