Nýir skólastjórar í fjórum grunnskólum

Síðustu vikur hefur verið gengið frá ráðningum fjögurra skólastjóra hjá þremur austfirskum sveitarfélögum.

Anna Birna Einarsdóttir verður nýr skólastjóri Fellaskóla. Anna Birna starfaði síðast sem sem umsjónarkennari í Grandaskóla í Reykjavík en hefur lengst af starfað sem kennari, deildarstjóri og staðgengill skólastjóra við Borgarhólsskóla á Húsavík. Þá var hún um tíma skólastjóri Hússtjórnarskólans á Hallormsstað.

Þá verður Sigríður Stella Guðbrandsdóttir skólastjóri Brúarásskóla næsta vetur í námsleyfi Stefaníu Malenar Stefánsdóttur. Sigríður Stella hefur verið umsjónarkennari á miðstigi á Djúpavogi að undanförnu.

Á Djúpavogi verður Signý Óskarsdóttir nýr skólastjóri. Tvær umsóknir bárust um stöðuna en annar umsækjandinn dró sig til baka. Signý hefur síðustu tvö ár starfað sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi en hún var áður skólastjóri Grunnskóla Borgarness og framkvæmdastjóri gæðamála hjá Háskólanum á Bifröst.

Þá hefur hefur Ásta Stefanía Svavarsdóttir verið ráðin skólastjóri Eskifjarðarskóla. Hún hefur verið aðstoðarskólastjóri þar síðustu tvö ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.