Nýjar íbúðir í ferli eða byggingu telja 165 austanlands

Fjöldi íbúða á Austurlandi á árinu sem annaðhvort eru þegar byggðar eða á einhverju stigi í byggingu eða bein áform er um telur 165 samkvæmt nýjasta mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem birt var í gær.

Stofnunin framkvæmir talningar tvívegis árlega á íbúðaframkvæmdum í landinu öllu og gerir áætlun um fjölda til lengri meðal annars út frá þeim talningum. Niðurstöðum talninganna deilt niður á Reykjavíkurborg, annað á höfuðborgarsvæðinu, nágrenni höfuðborgarinnar og svo annað á landsbyggð.

Septembertalningin á Austurlandi leiðir í ljós að í Fjarðabyggð reyndust vera 44 íbúðir í byggingu á einhverju stigi og 70 íbúðir í Múlaþingi en engar í Vopnafirði. Alls 114 íbúðir sem þýðir að áform um 51 íbúð á teikniborðinu. Þegar er búið að taka 33 íbúðir í notkun á yfirstandandi ári en af þeim aðeins 20 nýjar íbúðir.

Af íbúðum í byggingu austanlands er meirihlutinn fjölbýlishús, 45%, sérbýlishús telja 36% og 19% þeirra eru einbýli.

Í máli fulltrúa HMS á kynningarfundinum í gær komu fram varnaðarorð um að of lítið væri byggt nánast um landið allt og áætlanir næstu þrjú árin geri ráð fyrir enn meiri fækkun nýbygginga. Stór hluti ástæðu þess hátt vaxtastig í landinu sem þýðir að framkvæmdaaðilar halda enn meira að sér höndum á sama tíma og sívaxandi þrýstingur er á íbúða- og leiguverð um landið allt.

Á fundinum kom einnig fram að hlutfallslega flestar framkvæmdir sem standa í stað eru á landsbyggðinni eða rúmlega fjórðungur allra bygginga úti á landi. Alls telst stofnuninni til að engin framvinda hafi orðið á tæplega 300 íbúðabyggingum á landsbyggðinni um eins árs skeið eða lengur.

Kort HMS af íbúðum í einhvers konar byggingarferli á Austurlandi. Skjáskot

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.