Nýr umsjónarmaður í klaustrinu á Kollaleiru
Breytingar hafa orðið á mannahaldi í kaþólska klaustrinu á Kollaleiru í Reyðarfirði þar sem sr. Pétur Fintor hefur tekið við sem umsjónarmaður klaustursins.Frá þessu er greint í nýjasta hefti Kaþólska kirkjublaðsins. Pétur Kovácík, sem leitt hefur Þorlákssókn undanfarin ár, heldur til heimalands síns Slóvakíu og verður þar hið minnsta eitt ár. Við starfi hans telur sr. Pétur Fintor sem búið hefur á Kollaleiru i nokkur ár.
Þá er kominn nýr prestur til starfa innan Kapúsína-reglunnar á Reyðarfirði, Sr. Vladmir Polák. Hann verður aðstoðarprestur. Vladmir er ekki ókunnur Íslandi því hann sótti meðal annars námskeið í íslensku hér árið 2005 og tók þátt í að reisa kirkjuna á Kollaleiru. Hann er líkt og hinir tveir fæddur í Slóvakíu.
Sr. Pétur Kovácík til vinstri og sr. Pétur Fintor til hægri.