Skip to main content

Oddsskarðsgöng: Stórfelld svik á gefnum loforðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. des 2011 20:37Uppfært 08. jan 2016 19:22

oddskard_varud_skilti.jpgBæði Framsóknar- og Sjálfstæðisfélag Fjarðabyggðar gagnrýna harðlega framkomnar hugmyndir í samgönguáætlun um frestum Oddsskarðsganga til áranna 2015-2018 í stað 2012 eins og nú gildandi áætlun gerir ráð fyrir.

 

Þetta kemur fram í nýlegum ályktununum félaganna. Sjálfstæðismenn segja „nóg komið af sviknum loforðum“ og ráðlegra sé fyrir þingmenn Norðausturkjördæmis „slíta skónum sínum annars staðar en í Fjarðabyggð í næstu kjördæmaviku“

„Endalausum loforðum og tímasetningum á upphafi framkvæmda hefur verið haldið fram af stjórnarþingmönnum og ráðherrum  á fjölmennum fundum með íbúum, fyrirtækjum og bæjaryfirvöldum í Fjarðabyggð.“

Framsóknarmenn segja Norðfjarðargöng „algjöra forsendu“ fyrir eðlilegri íbúaþróun og þjónustusókn íbúa sveitarfélagsins og í raun Austfirðinga allra sem þurfi yfir hættulegan fjallveg til að sækja lífsnauðsynlega þjónustu.

„Ef af verður er um að ræða stórfelld svik á loforðum sem gefin voru af hálfu ríkisvaldsins í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna sem mynda Fjarðabyggð.“