Örtröð hjá sýslumanni og opnunartími framlengdur

Ákveðið hefur verið að framlengja opnunartíma þriggja sýsluskrifstofa á Austurlandi til að bregðast við bæði eftirspurn og vondri veðurspá til að íbúar geti kosið utankjörfundar fyrir Alþingiskosningarnar á morgun.

Sýsluskrifstofurnar á Egilsstöðum og Eskifirði verða opnar til klukkan 18:00 í dag en á Seyðisfirði til klukkan 16:00. Svavar Pálsson, sýslumaður, segir að verið sé að auka þjónustuna og bregðast við versnandi veðurspá frá og með kvöldinu sem kunni að raska ferðum á kjördag.

Starfsmenn sýslumannsembættisins hafa haft í nógu að snúast í dag. Klukkan 13:00 voru alls komin 1401 utankjörfundaratkvæði, þar af 298 í morgun. Til samanburðar kusu 346 utankjörfundar í gær og var það óvenju stór dagur.

Á Egilsstöðum hefur snjóað púðursnjó stanslaust síðan í morgun.

Biðraðir hafa myndast hjá sýslumanni í dag. Mynd: Aðsend

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.