Skip to main content

Örtröð hjá sýslumanni og opnunartími framlengdur

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. nóv 2024 13:44Uppfært 29. nóv 2024 14:44

Ákveðið hefur verið að framlengja opnunartíma þriggja sýsluskrifstofa á Austurlandi til að bregðast við bæði eftirspurn og vondri veðurspá til að íbúar geti kosið utankjörfundar fyrir Alþingiskosningarnar á morgun.


Sýsluskrifstofurnar á Egilsstöðum og Eskifirði verða opnar til klukkan 18:00 í dag en á Seyðisfirði til klukkan 16:00. Svavar Pálsson, sýslumaður, segir að verið sé að auka þjónustuna og bregðast við versnandi veðurspá frá og með kvöldinu sem kunni að raska ferðum á kjördag.

Starfsmenn sýslumannsembættisins hafa haft í nógu að snúast í dag. Klukkan 13:00 voru alls komin 1401 utankjörfundaratkvæði, þar af 298 í morgun. Til samanburðar kusu 346 utankjörfundar í gær og var það óvenju stór dagur.

Á Egilsstöðum hefur snjóað púðursnjó stanslaust síðan í morgun.

Biðraðir hafa myndast hjá sýslumanni í dag. Mynd: Aðsend