Of lítil arðsemi af Kárahnjúkavirkjun miðað við stærð

karahnjukar.jpgArðsemi af rekstri fyrstu fjögurra ára Kárahnjúkavirkjunar er lægri en vænst hafði verið. Áætlanir sem gerðar voru um kostnað áður en virkjunin var reist hafa ekki staðist.  

Þetta kom fram í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld. Í arðsemismati virkjunarinnar var á sínum tíma gert ráð fyrir 11% arðsemi á 60 ára líftíma. Eftir að fyrstu fjögur árin hafa verið gerð upp kemur í ljós að arðsemin var 3,5%.

„Það er of lágt miðað við hversu stórt verkefnið er,“ sagði Hörður. Hann ítrekaði samt að ekki væri tap á verkefninu. „Tíminn vinnur með því. Það stendur lengur en arðsemisreikningarnir gera ráð fyrir.“

Hörður sagði að áætlanir sem gerðar voru áður en virkjunin var reist ekki hafa staðist. Þar voru áætlanir um stofnkostnað, vaxtakostnað, rekstrarkostnað og raforkuverð sem tengist álverði.

Hörður ræddi ekki hvaða liðir hefðu helst brugðist en nefndi að slæmt væri að vera með margar breytur sem sveifluðust, til dæmis að tengja raforkuverðið álverði í stað þess að semja um fast verð.

Hörður sagðist trúa því að menn hefðu „gert sitt besta“ þegar samið var við Alcoa á sínum tíma. Aðrar aðstæður hefðu verið á mörkuðum þá. Hann hefði samt ekki samið eins í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.