Of lítil arðsemi af Kárahnjúkavirkjun miðað við stærð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. nóv 2011 20:45 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Arðsemi af rekstri fyrstu fjögurra ára Kárahnjúkavirkjunar er lægri en
vænst hafði verið. Áætlanir sem gerðar voru um kostnað áður en virkjunin
var reist hafa ekki staðist.
Þetta kom fram í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld. Í arðsemismati virkjunarinnar var á sínum tíma gert ráð fyrir 11% arðsemi á 60 ára líftíma. Eftir að fyrstu fjögur árin hafa verið gerð upp kemur í ljós að arðsemin var 3,5%.
„Það er of lágt miðað við hversu stórt verkefnið er,“ sagði Hörður. Hann ítrekaði samt að ekki væri tap á verkefninu. „Tíminn vinnur með því. Það stendur lengur en arðsemisreikningarnir gera ráð fyrir.“
Hörður sagði að áætlanir sem gerðar voru áður en virkjunin var reist ekki hafa staðist. Þar voru áætlanir um stofnkostnað, vaxtakostnað, rekstrarkostnað og raforkuverð sem tengist álverði.
Hörður ræddi ekki hvaða liðir hefðu helst brugðist en nefndi að slæmt væri að vera með margar breytur sem sveifluðust, til dæmis að tengja raforkuverðið álverði í stað þess að semja um fast verð.
Hörður sagðist trúa því að menn hefðu „gert sitt besta“ þegar samið var við Alcoa á sínum tíma. Aðrar aðstæður hefðu verið á mörkuðum þá. Hann hefði samt ekki samið eins í dag.
„Það er of lágt miðað við hversu stórt verkefnið er,“ sagði Hörður. Hann ítrekaði samt að ekki væri tap á verkefninu. „Tíminn vinnur með því. Það stendur lengur en arðsemisreikningarnir gera ráð fyrir.“
Hörður sagði að áætlanir sem gerðar voru áður en virkjunin var reist ekki hafa staðist. Þar voru áætlanir um stofnkostnað, vaxtakostnað, rekstrarkostnað og raforkuverð sem tengist álverði.
Hörður ræddi ekki hvaða liðir hefðu helst brugðist en nefndi að slæmt væri að vera með margar breytur sem sveifluðust, til dæmis að tengja raforkuverðið álverði í stað þess að semja um fast verð.
Hörður sagðist trúa því að menn hefðu „gert sitt besta“ þegar samið var við Alcoa á sínum tíma. Aðrar aðstæður hefðu verið á mörkuðum þá. Hann hefði samt ekki samið eins í dag.