Óljóst hvenær tekst að lagfæra vatnsból Hallormsstaðar

Íbúar og gestir Hallormsstaðar hafa nú þurft að sjóða allt sitt neysluvatn um tæplega tveggja vikna skeið vegna gerlamengunar og enn liggur ekki fyrir hvenær tekst að ráða bót á.

Vandans varð fyrst vart þann 15. október síðastliðinn þegar kólígerlamengun mældist við sýnatökur Heilbrigðiseftirlits Austurlands en slík mengun kemur aðeins úr saur frá mönnum eða dýrum.

Fljótt var brugðist við af hálfu HEF-veitna og sett upp nýtt lýsingartæki nokkrum dögum síðar en frekari sýnatökur í kjölfarið leiddu í ljós að með því hafði ekki verið komist fyrir vandann.

Varð þá ljóst orðið að nokkrar framkvæmdir þyrfti til að ráða bót á hlutunum og var pantaður búnaður og efni til þeirra framkvæmda í kjölfarið. Sú vinna er í gangi en á meðan svo er þarf að sjóða allt vatn til neyslu. Vatn til annarra nota er þó alls óhætt að brúka.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.