Olíudreifing fær forgang að svæðum í Fjarðabyggð fyrir leit á Drekasvæðinu

reydarfjordur_hofn.jpg
Olíudreifing ehf. og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa undirritað viljayfirlýsingu sem tryggir fyrirtækinu forgang að 2,2 hektara lóðum undir mögulega þjónustumiðstöð fyrir þau fyrirtæki sem ætla að vinna olíu á Drekasvæðinu. Olíudreifing heitir því einnig að markaðssetja Fjarðabyggð sem ákjósanlegan kost sem miðpunkt athafnasvæðis slíkra fyrirtækja.

Olíudreifing fær „forgangsafnot“ af 84 metra bryggjukanti og athafnasvæði fyrir þjónustubáta sem þjónusta eiga olíuiðnaðinn. Svæðið er alls 2,2 hektarar á stærð og í Reyðarfirði. Þá verði skoðun stækkun á svæðinu um allt að sex hektara í viðbót.

Á móti lýsir fyrirtækið því yfir að það muni, ásamt erlendum samstarfsaðila sínum, „leggja sig fram um að bjóða fyrirtækjum sem stunda munu olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu þjónustu frá væntanlegri sérhæfðri þjónustumiðstöð á Reyðarfirði.“ 

Olíudreifing lýsir því yfir að Reyðarfjörður sé „mjög ákjósanlegur kostur“ fyrir þjónustuhöfn fyrir leit og vinnslu olíu á svæðinu og fyrirtæki muni markaðssetja hann sem slíkan.

Saman ætla sveitarfélagið og fyrirtækið að vinna að uppbyggingu þjónustustarfsemi á Reyðarfirði fyrir þau fyrirtæki sem stunda munu olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu. Olíudreifing áformar að bjóða upp á þjónustu fyrir slíkan iðnað hérlendis í samstarfi við sérhæfðan erlendan þjónustuaðila í olíuiðnaðinum.

Olíudreifing hefur forgang að svæðunum úr árið 2013. Unnt er að framlengja hana um eitt ár og ekki er gert ráð fyrir að hún verði lengur í gildi en út árið 2014. Fleiri austfirsk sveitarfélög, einkum Langanesbyggð og Vopnafjörður, hafa sýnt áhuga á að byggja upp þjónustu fyrir væntanlega leit og mögulega vinnslu á Drekasvæðinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.