Skip to main content

Opið hús í héraðsdómi á laugardag

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. sep 2012 22:30Uppfært 08. jan 2016 19:23

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gif
Opið hús verður hjá Héraðsdómi Austurlands á laugardag milli klukkan 11 og 14 í tilefni 20 ára afmælis héraðsdómstólanna.

Þar gefst almenningi kostur á að kynna sér starfsemi dómstólsins og fara í skoðunarferð um dómhúsin á Lyngási 15 á Egilsstöðum.

Þá gefst gestum tækifæri til að koma með nytsamlegar ábendingar í „skilaboðaskjóðu“, sem liggur fyrir í anddyri dómstólsins. Í hana eru allar ábendingar vel þegnar er snúa að starfsemi dómstólanna, bæði hvað sé gott í starfinu og það sem betur má fara. 

Dómstólaráð hvetur almenning til að koma og kynna sér starfsemi dómstólsins og samgleðjast á afmælisári en um leið nýta tækifærið til að koma með ábendingar er snúa að þjónustu, aðbúnaði eða upplýsingum.