Skip to main content

Opið hús í veiðihúsinu Árhvammi við Hofsá, Vopnafirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. jún 2012 22:40Uppfært 08. jan 2016 19:23

arhvammur_hofsa_veidihus_web.jpgOpið hús verður í veiðihúsinu Árhvammi við Hofsá í Vopnafirði á morgun en í vetur hafa staðið yfir framkvæmdir við húsið.

 

Eftir breytingu á húsinu er boðið upp á 7 tveggja manna herbergi með baði, þar af eitt herbergi með aðgengi fyrir hjólastól, og tvö eins manns herbergi með aðgang að baði. Einnig hefur verið sett upp gufubað fyrir veiðimenn.
 
Á síðasta ári var umhverfi hússins fegrað og tyrft í kringum húsið. Nú hefur öll aðstaða fyrir veiðimenn verið stórbætt og geta nú veiðimenn notið góðrar aðstöðu og umhverfis í veiðhúsinu meðan þeir stunda veiðar við ánna.

Af þessu tilefni verður opið hús í veiðihúsinu á morgun milli klukkan 17:00-19:00. Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða framkvæmdir, samfagna og njóta veitinga.