Opið hús í veiðihúsinu Árhvammi við Hofsá, Vopnafirði

arhvammur_hofsa_veidihus_web.jpgOpið hús verður í veiðihúsinu Árhvammi við Hofsá í Vopnafirði á morgun en í vetur hafa staðið yfir framkvæmdir við húsið.

 

Eftir breytingu á húsinu er boðið upp á 7 tveggja manna herbergi með baði, þar af eitt herbergi með aðgengi fyrir hjólastól, og tvö eins manns herbergi með aðgang að baði. Einnig hefur verið sett upp gufubað fyrir veiðimenn.
 
Á síðasta ári var umhverfi hússins fegrað og tyrft í kringum húsið. Nú hefur öll aðstaða fyrir veiðimenn verið stórbætt og geta nú veiðimenn notið góðrar aðstöðu og umhverfis í veiðhúsinu meðan þeir stunda veiðar við ánna.

Af þessu tilefni verður opið hús í veiðihúsinu á morgun milli klukkan 17:00-19:00. Allir eru hjartanlega velkomnir að skoða framkvæmdir, samfagna og njóta veitinga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.