Opinn fundur með Isavia á Vopnafirði
Boðað hefur verið til opins fundar með stjórn Isavia, sem rekur flugvelli hérlendis, á Vopnafirði í dag.Á fundinum verður rætt um flug til Vopnafjarðar og nýtingu á því, en nýbúið er að auglýsa eftir tilboðum í flugið til næstu ára. Í sumar viðraði Vegagerðin hugmyndir um að minnka tíðni flugsins en frá því var fallið.
Þá verður einnig farið yfir Loftbrúna, framkvæmdir á flugvellinum og markaðssetningu hans.
Fundurinn hefst klukkan 15:00 í félagsheimilinu Miklagarði.