Opinn fundur með Isavia á Vopnafirði

Boðað hefur verið til opins fundar með stjórn Isavia, sem rekur flugvelli hérlendis, á Vopnafirði í dag.

Á fundinum verður rætt um flug til Vopnafjarðar og nýtingu á því, en nýbúið er að auglýsa eftir tilboðum í flugið til næstu ára. Í sumar viðraði Vegagerðin hugmyndir um að minnka tíðni flugsins en frá því var fallið.

Þá verður einnig farið yfir Loftbrúna, framkvæmdir á flugvellinum og markaðssetningu hans.

Fundurinn hefst klukkan 15:00 í félagsheimilinu Miklagarði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.