Opinn fundur í Snæfellsstofu á morgun
Starfsemi stjórnar austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og framtíðarsýn svæðisins verða kynntar á opnum fundi í Snæfellsstofu á morgun, sumardaginn fyrsta, klukkan 14:00.
Að auki verða kynntar niðurstöður af samráðsfundi um veiðar sem haldinn var í síðasta mánuði, helstu verkefni næsta árs og fræðsludagskrá sumarsins 2012.
Dagskrá
14:00 - 14:15 Fyrstu árin og næstu skref - Störf stjórnar. Björn Ármann Ólafsson formaður svæðisráðs austursvæðis
14:15 - 14:40 Ársskýrsla austursvæðis 2011 - Daglegur rekstur og framtíðarsýn. Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður
14:40 - 14:50 Fræðsluskilti og Fræðsludagskrá 2012. Ragna Fanney Jóhannsdóttir aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar
14:50 - 15:10 Kynning á helstu atriðum frá samráðsfundi um veiðar sem haldinn var 17. mars s.l. Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður.
15:10 - 15:30 Umræður og spurningar.
Á föstudaginn klukkan 13 mun Karlakórinn Fóstbræður taka nokkur valin lög í Snæfellsstofu sem einskonar upphitun fyrir tónleika sína í Egilsstaðakirkju síðar um kvöldið. Snæfellsstofa verður að þessu tilefni opin milli klukkan 10 og 15 þennan dag. Sumaropnun Snæfellsstofu hefst svo 1. maí.