Opinn fundur um flugvallarmál á morgun

flug_flugfelagislands_egsflugv.jpg
Niðurstöður skýrslu um áhrif þess að færa innanlandsflug frá Reykjavík til Keflavíkur verða kynntar á opnum fundi sem hefst klukkan tólf á hádegi á Hótel Héraði á Egilsstöðum á morgun.

Það var endurskoðunarfyrirtækið KPMG sem vann skýrsluna að beiðni sex sveitarfélaganna á landsbyggðinni. Flosi Eiríksson, fyrrum bæjarfulltrúi í Kópavogi, var meðal þeirra sem leiddu vinnuna hjá KPMG en hann er framsögumaður á morgun.

Auk hans segir Skarphéðinn Smári Þórhallsson, framkvæmdastjóri Mannvits á Egilsstöðum, reynslusögu úr atvinnulífinu og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ræðir um áhrif á stjórnsýslu og atvinnulíf.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.