Opnað fyrir skráningu í skimanir

Opnað hefur verið fyrir skráningu í skimanir vegna covid-19 veirunni á Austurlandi. Skimað verður á Reyðarfirði og Egilsstöðum á laugardag og sunnudag.

Á Egilsstöðum fer sýnatakan fram í Samfélagsmiðjunni, áður Blómabæ og Fóðurblöndunni að Miðvangi 31.

Á Reyðarfirði verður hún í Molanum, Hafnargötu 2. Gengið er inn frá bílastæði hægra megin við aðalinngang, gegnt Sesam brauðhúsi.

Fyrirkomulagið verður þannig að fólk gengur inn í húsin á einum stað og út á öðrum.

Bókunin fer fram í gegnum sérstakan vef. Slóðin fyrir Egilsstaði er bokun.rannsokn.is/q/egils en fyrir Reyðarfjörð bokun.rannsokn.is/q/reydisfj

Þar getur fólk séð hvaða tímar eru lausir og valið þá.

Að lokinni skimun verður svar einstaklings birt á vefnum heilsuvera.is. Hringt verður í alla sem greinast jákvæði.

Skimunin er í samstarfi Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Markmið rannsóknarinnar er að kanna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. „Ég vil hvetja alla Austfirðinga sem geta til að skrá sig og leggja þessari rannsókn lið,“ segir Guðjón Hauksson, forstjóri stofnunarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar