Opnir fundir um Evrópumál

esb_fani.jpg
Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, efnir til opinna funda um Evrópumál á Austurlandi dagana 13.og 14. mars.
 
Sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa, ræðir um stöðuna innan Evrópusambandsins og gang mála í aðildarviðræðum sambandsins við Ísland. Erindi sendiherrans verður á ensku en boðið verður upp á endursögn á íslensku.
 
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu, kynnir starfsemi
upplýsingamiðstöðvarinnar.
 
Fundarstaðir:
Egilsstaðir: Icelandair Hótel Hérað, þriðjudaginn 13. mars kl. 17-18.
Neskaupstaður: Egilsbúð, miðvikudaginn 14. mars kl. 17-18.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.