Orrustuþotur æfa aðflug

Von er á aðflugsæfingum á vegum Atlantshafsbandalagsins í kringum flugvöllinn á Egilsstöðum á næstu dögum.

Fimm F-16 orrustuþotur komu til landsins fyrir helgi til að taka þátt í loftrýmisgæslu NATO. Alls taka allt að 110 liðsmenn bandaríska flughersins þátt í verkefninu, auk starfsmanna frá stjórnstöð Udem í Þýskalandi.

Flugsveitin er staðsett á Keflavíkurflugvelli, en að því er fram kemur í frétt á vef Landhelgisgæslunnar er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á Egilsstöðum í dag eða á morgun.

Verkefnum flugsveitarinnar hérlendis lýkur í lok ágúst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar