Orrustuþotur innan heimilda

Utanríkisráðuneytið segir að farið hafi verið eftir öllum reglum þegar orrustuþotur flugu Reyðarfirði á miðvikudag. Reyðfirðingar urðu fyrir nokkrum óþægindum af fluginu.

Orrustuþoturnar vöktu athygli Reyðfirðinga, annars vegar fyrir þann hávaða sem fylgdi þeim hins vegar fyrir hversu lágt þær þóttu fljúga – sem magnaði enn frekar hávaðann.

Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Austurfréttar kemur fram að á ferðinni hafi verið ítalskar orrustuþotur sem eru staddar á landinu vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins.

Þær hafa verið eystra af og til við að kanna aðflug að flugvellinum á Egilsstöðum, sem er skilgreindur er sem varaflugvöllur.

Í svarinu segir að þoturnar hafi verið yfir tilskilinni lágmarksflughæð og flug þeirra hafi að öllu leyti verið eftir reglum og þær verið í yfir 5000 feta hæð. Þá bárust Landhelgisgæslunni ekki kvartanir vegna flugsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar