Óvenju kalt austanlands þriðja mánuðinn í röð

Þriðja mánuðinn í röð reyndist meðalhitastig á Austurlandi töluvert lægra en verið hefur síðustu ár og áratugi. Október í kaldara lagi um land allt en óvenju hægviðrasamur á móti.

Þetta má lesa út úr tíðarfarstölum Veðurstofu Íslands fyrir októbermánuð en þar kemur í ljós að Vattarnes státaði af hæsta meðalhita þess mánaðar í fjórðungum en þó einungis 4,09 stig.

Á Dalatanga reyndist meðalhiti 3,9 stig og 3,7 að Teigarhorni eða um tveimur stigum lægri hiti en verið hefur reglan síðustu tíu árin. Enn kaldara reyndist á Héraði. Meðalhiti á Egilsstöðum náði aðeins 2,1 stigi sem er 2,2 stigum undir meðaltali síðasta áratugar.

Þrír síðustu mánuðir; ágúst, september og október allir verið töluvert kaldari austanlands en meðaltalstölur allt frá árinu 1991.

Hugsanlega verður annað uppi á teningnum yfirstandandi nóvember en spáð er hita allt að tólf til þrettán stig út þessa vikuna að minnsta kosti.

Vattarnesið í öllu sínu veldi. Þar var hlýjast á Austurlandi í liðnum októbermánuði. Mynd Visit Austurland

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.