Póstbíll valt í Fáskrúðsfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. mar 2010 10:28 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Póstflutningbíll á vegum Íslandspósts valt útaf veginum við sunnanverðan Fáskrúðsfjörð í morgun.
Fram kemur á vefnum, faskrudsfjordur.123.is að ,,póstbíllinn lenti út af veginum sunnan við fjörð í morgun og valt eina veltu. Krapi var á veginum þegar óhappið varð. Eftir því sem best er vitað slapp ökumaðurinn með skrekkinn. Verið er að tæma bílinn áður en hann verður fjarlægður".