Skip to main content

Þóra Arnórs og Ari Trausti heimsækja Austurland

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. apr 2012 18:45Uppfært 08. jan 2016 19:22

forseti_islands.gif

Forsetaframbjóðendurnir Ari Trausti Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir eru væntanleg til Austurlands í vikunni. Ari Trausti verður með tvo opna fundi en Þóra heimsækir fyrst og fremst vinnustaði.

 

Þóra ætlar að heimsækja Seyðfirðinga og Héraðsbúa á morgun en Eskfirðinga, Reyðfirðinga og Norðfirðinga á þriðjudag. Austfirðingar geta átt von á að rekast á Þóru á hinum ýmsu stöðum, til dæmis bensínstöðvum og matvöruverslunum, þar sem hún verður með opna, óformlega fundi. Einn slíkur verður í Menntaskólanum á Egilsstöðum klukkan 17:00 á morgun.

Ari Trausti verður með opna fundi á Egilsstöðum og í Neskaupstað . Þar hyggst hann hitta væntanlega kjósendur, kynna sig og framboðið og óska eftir undirskriftum til stuðnings framboðinu.

„Í fyrstu ferð tekst mér að komast á suma þéttbýlisstaðina en ekki alla.Biðst velvirðingar á því. Vonast til að bæta úr þessu í júní,“ segir í tilkynningu frá Ara.

Þriðjudaginn 24. apríl verður hann á Kaffi Egilsstöðum og í Egilsbúð daginn eftir. Báðir fundirnir hefjast klukkan 20:00. Hann hyggst einnig líta við á Seyðisfirði, Eskifirði og Reyðarfirði.