Rafmagnslaust á Austurlandi eftir truflun í Straumsvík

landsnet.jpg
Rafmagnslaust varð í á aðra klukkustund á stórum hluta landsins í dag í kjölfar truflunar í álverinu í Straumsvík. Rafmagn fór af á svæðinu frá Blönduvirkjun suður að Sigöldu.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti leysti út allt álag í álverinu um klukkan hálf eitt í dag. Í kjölfarið leysti út á fleiri stöðum. Meðal annars fóru vélar í Blönduvirkjun út og í kjölfarið varð aflskortur á stórum hluta landsins sem sinnt er í gegnum Byggðalínu. Rafmagn var komið á aftur að fullu klukkan tvö.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar