Rarik sendir út reikninga á Reyðarfirði

Rarik hefur hafið útsendingu reikninga til fyrrum viðskiptavina Rafveitu Reyðarfjarðar en Rarik tók við dreifihlutaveitu Rafveitunnar þann 1. febrúar.

Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að lengri tíma hafi tekið að koma út fyrstu reikningunum en áætlað var. Því eru reikningar fyrir febrúar og mars að berast þessa dagana, samhliða kröfum í netbönkum eða á greiðslukortum.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kunni að valda. Bent er á að reikningana megi skoða undir „Mínar síður“ á rarik.is, eða óska frekari upplýsinga hjá viðskiptaveri Rarik í síma 528 9000 eða senda fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar tók ákvörðun um að selja Rarik dreifikerfi Rafveitunnar fyrir jól en samningur var undirritaður þann 24. janúar. Í frétt á vef Rarik segir að viðræður um viðskiptin að frumkvæði Fjarðabyggðar hafi staðið með hléum í nokkurn tíma.

Rarik yfirtók rekstur dreifikerfisins þann 1. febrúar. Haft er eftir Tryggva Þór Haraldssyni, forstjóra Rarik, að reksturinn falli vel að starfsemi fyrirtækisins sem eigi og reki dreifikerfið í öðrum þéttbýlisstöðum Fjarðabyggðar, ásamt öllu öðru dreifikerfi rafmagns á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.