Skip to main content

Rekstraraðilar Kósý taka við Kaffi Egilsstöðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. feb 2012 22:55Uppfært 08. jan 2016 19:22

egilsstadir.jpg

Reyðfirðingarnir Jónas Aðalsteinn Helgason og Sandra Þorbjörnsdóttir hafa tekið yfir rekstur veitingastaðarins Kaffi Egilsstaða og þóttu eiga besta boðið í tjaldsvæðið þar við hliðina.

 

Jónas og Sandra reka fyrir tvo veitingastaði á Reyðarfirði, Tærgesen og Kaffi Kósý. Þau tóku yfir Kaffi Egilsstaði í byrjun janúar en staðurinn hefur verið lokaður síðan lánadrottnar tóku yfir húsnæðið og fyrri rekstraraðili hætti rekstri. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað nýtti sér ekki forkaupsrétt á húsinu.

Þá þóttu þau eiga besta boðið í rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum sem einnig var í höndum fyrri eiganda Kaffi Egilsstaða. Þrjú tilboð bárust innan settra tímamarka í rekstur tjaldsvæðisins en tvö eftir að hann rann út og var þeim strax vísað frá.