Rekstur Fljótsdalshrepps á núllinu

fljotsdalur_sudurdalur.jpg
Hreppsnefnd Fljótsdalshrepps gerir ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins verði við núllið á þessu ári. Stærstu framkvæmdirnar eru á sviði samgöngumála og uppbyggingar í ferðaþjónustu.

Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að um fimmtíu þúsund króna afgangur verði af heildarrekstri sveitarfélagsins á árinu.
 
Fjárfestingar eru áætlaðar 60,5 milljónir króna. Þar ber hæst 25 milljónir í uppbyggingu Fjallaskarðsskála, tuttugu milljónir í samgöngubætur í sveitarfélaginu og tíu milljónir í uppbyggingu Óbyggðasafns Íslands.

Engin lántaka er fyrirhuguð á árinu. Eignir sveitarfélagsins eru metnar á rúmar 950 milljónir kóna og skuldbindingar á 32,2 milljónir. 

Árið 2011 var tæplega fjórtán milljóna króna afgangur af rekstri sveitarfélagsins. Skuldir hafa síðan þá lækkað um tuttugu milljónir og handbært fé um rúmar fimmtíu milljónir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.