Ráðherra óviðbúinn austfirska kuldanum

kata_jak_klaustur.jpg

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var ekki búin undir vísirinn að austfirska haustveðrinu sem tók á móti henni á Skriðuklaustri í gær. Ráðherrann þurfti að fá lánaðar flíkur til að halda á sér hita.

 

„Síðan ég kom austur er ég búinn að fá þrjár flíkur lánaðar. Ég var ekki viðbúin þessu þegar ég lagði af stað úr hlýja veðrinu í Reykjavík,“ sagði Katrín í ávarpi sínu á Klaustri í gær þar sem minjasvæðið þar sem klaustrið stóð var formlega opnað.

Um tíu stiga hiti var í Fljótsdal í gær, alskýjað og nokkur vindur. Heldur létti til eftir að ræðu ráðherrans lauk. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti sem spilaði við Skriðuklaustur á Fljótsdalsdegi Ormsteitis kvartaði einnig undan kuldanum. Erfitt væri að spila á gítarinn í veðrinu og stillingin héldist illa.

Spáð er norðan átt, skýjuðu, um 10°C hita og einhverri vætu á Austurlandi út vikuna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar