Ríkisstjórninni mótmælt á Seyðisfirði

Um tuttugu mótmælendur komu saman á Seyðisfirði í dag til að mótmæla ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og krefjast þingkosninga.


„Okkur langaði til að rödd landsbyggðarinnar heyrðist í þessu fárviðri þar sem við komumst ekki á Austurvöll,“ segir Lilja Kjerúlf sem skipulagði mótmælin ásamt Kristínu Sigurðardóttur.

„Við erum ekki sátt við aðgerðir ríkisstjórnarinnar, lýsum vantrausti á hana og viljum kosningar sem fyrst. Við ætlum að endurtaka mótmælin ef ekkert gengur að koma henni frá.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.