Ríkisstjórnin fundar á Austurlandi í tilefni stofnunar austfirskra stoðstofnana

althingi_roskva.jpg
Ríkisstjórn Íslands fundar á Egilsstöðum á þriðjudag, sama dag og haldinn verður stofnfundur sameinaðrar stoðstofnunar á Austurlandi á Reyðarfirði. Á stofnfundinum mun ríkisstjórnin undirrita viðaukasamninga vegna sameiningar stoðstofnana og samning um framlag ríkisins til sameinaðar stoðstofnunar.

Stofnfundur dagskrá kl. 13-14:30

• Fundarsetning, Valdimar O. Hermannsson, formaður verkefnisstjórnar 
• Ávarp forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur
• Kynning á störfum verkefnisstjórnar, Stefanía G. Kristinsdóttir, verkefnisstjóri
• Tillaga að samþykktum AST kynnt og lögð fram til samþykktar
• Tillaga starfsháttanefndar um stjórn og fagráð, Björn Hafþór Guðmundsson, formaður starfsháttanefndar
• Önnur mál

Fundargerð stofnfundar borin upp til samþykktar og undirritunar.  
Fundarstjóri: Sigurjón Bjarnason

Landshlutar í sókn! Málþing kl. 15-17  

• Ávarp -  Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra  
• Ávarp formanns stjórnar - um sameinaða stoðstofnun á Austurlandi 
• Regional development and demography in the North Atlantic – Klaus Georg Hansen, aðstoðarframkvæmdastjóri og sérfræðingur hjá NORDREGIO 
• Sóknaráætlanir landshlutana – Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnisstjóri 
• Grenndarstjórnsýsla og félagslegur auður landsbyggðanna – Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og formaður stjórnar Byggðastofnunar. 
• Þekkingarstörf í þorpið mitt  -  Rannveig Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Sagnabrunns 
• Umræður og pallborð 
Fundarstjóri  Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Boðið verður upp á tónlist og léttar veitingar í lok málþings. Fundurinn er haldinn í Fróðleiksmolanum, Búðareyr i1. Stofnfundurinn er öllum opinn en einungis fulltrúar stofnaðila hafa atkvæðisrétt á stofnfundir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar