Ríkisstjórnin fundar eystra: Vonandi fordæmi fyrir þær næstu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. maí 2012 11:03 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Ríkisstjórn Íslands fundaði á Egilsstöðum í morgun. Fyrst var reglubundinn ríkisstjórnarfundur en síðan komu sveitarstjórnarmenn til fundar. Forsætisráðherra kvaðst vonast til að fundirnir eystra yrðu komandi ríkisstjórnum fordæmi.
„Ég vona að þetta verði næstu ríkisstjórn fordæmi sem tekur við eftir 10-15 ár,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir í inngangsorðum sínum á fundi með sveitarstjórnunum í morgun.
Hvert sveitarfélag innan Sambands sveitarfélaga á Austurlandi á tvo fulltrúa á fundinum og hefur tvær mínútur til að koma sínum málum á framfæri.
Á ríkisstjórnarfundinum í morgun voru meðal annars samþykkt viljayfirlýsingar um jarðfræðisetur á Breiðdalsvík og markaðssetningu á afurðum úr áli frá Austurlandi.
Ríkisstjórn Íslands hefur ekki áður haldið formlegan fund á Austurlandi. Fundurinn í dag er haldinn í tengslum við stofnfund austfirskra stoðstofnana sem verður á Reyðarfirði eftir hádegið.