Skip to main content

Ríkisútvarpið selur húsnæði sitt á Egilsstöðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. mar 2010 16:54Uppfært 08. jan 2016 19:21

Ríkisútvarpið hefur selt Mánatölvum húsnæði sitt á Egilsstöðum.  Húsnæðið var sett á sölu hjá Ríkiskaupum og selt hæstbjóðanda á dögunum.

 

sigurdur_ragnarsson.jpgAð sögn Sigurðar Ragnarssonar eiganda Mánatölva keypti hann húsnæði Ríkisútvarpsins eftir útboð hjá Ríkiskaupum á 24 miljónir króna, sem eru tæpar 100 þúsund krónur fyrir fermeterinn. 

,,Mér kom það mikið á óvart að ég skuli hafa fengið húsnæðið fyrir þetta verð, reiknaði alls ekki með að ég hefði verið með hæsta boðið, en það endurspeglar kannski ástandið á fasteignamarkaðnum hérna.  Ég reikna með að stækka fyrirtækið lítilsháttar, ég leigi Ríkisútvarpinu þrjú herbergi, tækjaherbergið, hljóðstúdíóið og upptökuklefann. Síðan er ég í viðræðum við Vinnueftirlitið um leigu á hinu sem ég leigi frá mér" segir Sigurður.

,,Ég ætla að endurbæta húsnæðið aðeins, geri tvær nýjar starfsstöðvar í miðrýminu ásamt fundarsal.  Ég reikna með að flytja inn í mai og leigjendurnir 1. júni, nema Rikisútvarpið sem heldur húsnæði sem það hafði.  Það verður þarna hjá mér, frá 1. apríl.  Það eru engar fyrirætlanir uppi að hróflað verði við stúdíóinu svo lengi sem Ríkisútvarpið vill vera þarna og ég styð það heilshugar að Ríkisútvarpið hafi þarna starfsstöð áfram og það stendur ekki til yfirleitt að rífa studíóið og upptökuklefann" segir Sigurður Ragnarsson eigandi Mánatölva.