Róleg nótt í appelsínugulri viðvörun

Gærdagurinn og nóttin voru róleg hjá austfirskum viðbragðsaðilum, þrátt fyrir appelsínugula veðurviðvörun. Tvö verkefni komu til þeirra kasta.

Um klukkan átta í gærkvöldi óskuðu ferðamenn sem komnir voru í vanda í Breiðdal eftir aðstoð. Þeim var bjargað í skjól.

Þá flutti björgunarsveitin Sveinungi á Borgarfirði sjúkling á móts við sjúkrabíl frá Egilsstöðum sem komst ekki alla leið vegna veðurs.

Lögreglan þakkar íbúum fyrir að hafa tekið mark á viðvörunum og vera lítið á ferðinni. Hún sinnti annars hefðbundnu eftirliti og var einn tekinn vegna gruns um ölvun við akstur í nótt.

Vetrarfærð er á vegum í fjórðungnum. Þeir eru almennt opnir nema að lokað er um Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Gul viðvörun er nýfallin úr gildi á Austurlandi en hún gildir til klukkan 14:00 fyrir Austfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.