Þrír hælisleitendur með Norrænu

norrona.jpg
Þrír karlmenn, sem  komu til Seyðisfjarðar með ferjunni Norrænu í morgun frá Danmörku, hafa óskað eftir hæli á Íslandi. Þeir voru stöðvaðir af tollvörðum og spurðir um skilríki en gátu ekki framvísað neinum gildum ferðaskilríkjum. 
 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Seyðisfirði. Tollverðir vísuðu málum þeirra til lögreglunnar. Mennirnir hafa að því er virðist allir dvalið í Svíþjóð og hugsanlega verið í hælismeðferð þar. Þeir verða sendi til Reykjavíkur til áframhaldandi hælismeðferðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.