Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á morgun
Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins á Austurlandi verður haldinn þann í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði á milli klukkan 13:00 og 17:00 á morgun. Þar verða kynntar helstu niðurstöður úr mælingum á áhrifum Kárahnjúkavirkjunar og álvers Alcoa-Fjarðaáls á mannlíf og náttúru á Austurlandi undanfarið ár.
Eitt megin tilefni ársfundarins er að fara yfir þær breytingar sem hafa orðið undangengið ár á þeim vísum sem fylgst er með og munu sérfræðingar frá Alcoa-Fjarðaáli, Landsvirkjun og Austurbrú fara yfir helstu niðurstöður mælinga 2012. Í framhaldinu fer fram hópavinna þar sem verkefnið verður rætt á breiðum grundvelli.
Sem dæmi má nefna að er búið safna ýmis konar upplýsingum um fjölda og samsetningu íbúa Austurlands, vinnumarkaðinn, samgöngur, loftgæði, lífríki, ferðaþjónustu og fjárhag sveitarfélaga.
Verkefnið er einstakt á heimsvísu og hefur verið starfrækt að frumkvæði Alcoa og Landsvirkjunar frá árinu 2004 í þeim tilgangi að fylgjast með áhrifum virkjunar og álversins á Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi.
Dagskrá:
KL. 12.00. Hádegishressing - súpa og brauð
Kl. 13:00 Fundur settur - Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls
Kl. 13:10 Loftslagsbreytingar - staða og hlutverk Íslands - Hugi Ólafsson skrifstofustjóri í Umhverfisráðuneyti
Kl. 13:50 Helstu niðurstöður mælinga 2012
- Sérfræðingar frá Alcoa Fjarðaáli
- Sérfræðingar frá Landsvirkjun
- Starfsmenn verkefnisins há Austurbrú
Kl. 14:55 Kaffi
Kl. 15:10 Helstu niðurstöður mælinga 2012 - framhald
Kl. 15:50 Úrvinnsla á rýni í sjálfbærniverkefnið - Björgólfur Thorsteinsson
Kl. 16:00 Hópavinna
- Mikilvægar spurningar sem verkefnið á að svara bæði til skamms og langs tíma
- Lykilmarkmið fyrir verkefnið og drög að gildum og sýn verkefnisins
Kl. 16:30 Niðurstöður úr hópavinnu kynntar
Kl. 17:00 Fundarslit
Nánari upplýsingar og skráning eru á www.sjalfbaerni.is