Rúta út af í Oddsskarði í fljúgandi hálku

oddskard_varud_skilti.jpg
Rúta með átta starfsmönnum á leið til álveri Alcoa fór út af veginum í Oddsskarði rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Farþegar sluppu með minniháttar meiðsl.
 
Björgunarsveitirnar Brimrún á Eskifirði og Gerpir í Neskaupstað voru kallaðar út. Einn farþegi var fluttur til öryggis á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað en aðrir á heilsugæslustöðina á Eskifirði. Aðstæður voru mjög slæmar, fljúgandi hálka, úrkoma og hvassviðri.

Á Mbl.is er haft eftir Jónasi Wilhelmssyni, yfirlögregluþjóni á Eskifirði, að rútan hafi oltið hið minnsta þrjá hringi. Hann þakkar því að ekki fór verr að rútan hafi verið vel búin og fólkið í beltum. Rútan fór út af í Sandskeiði, um kílómeter fyrir ofan Eskifjörð.

Vegakaflinn frá Norðfirði til Stöðvarfjarðar um Oddsskarð var í nýlegri úttekt metinn hættulegasti vegkafli á Íslandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.