Íþróttir: Blakið byrjar og fótboltanum lýkur
Lið Þróttar Neskaupstað í blaki hefja keppni í deildakeppninni um helgina. Félagið sendir lið til keppni í fyrstu deild karla í fyrsta skipti í mörg ár. Afturelding er gestur helgarinnar. Höttur og Fjarðabyggð leika sína síðustu leiki í knattspyrnunni í sumar.
Karlaliðin spila í kvöld klukkan 20:30 og aftur klukkan 11:30 í fyrramálið. Kvennaliðin mætast á morgun klukkan 13:30. Liðið börðust um bæði Íslands- og bikarmeistaratitlana í vor og hafði Afturelding betur á báðum vígstöðvum.
Helena Kristín Gunnarsdóttir er farin til Bandaríkjanna þar sem spilar blak á háskólastyrk í Texasfylki með Lee Collage Rebel. Að auki er Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir farin erlendis í vinnu, Hafrún Hálfdánardóttir í KA, Ásdís Helga Jóhannsdóttir í Aftureldingu og Lilja Einarsdóttir í Stjörnuna.
Liðið er komið með bandarískan kantsmassara, Lauren Laquerre frá UNHWildcats, háskólaliði í News Hampshire. Uppspilarinn og fyrirliðinn fyrrverandi Kristín Salín Þórhallsdóttir kemur einnig aftur í liðið eftir að hafa verið í fæðingarorlofi á síðustu leiktíð.
Leikirnir fara allir fram í Neskaupstað og verða sendir beint út á netrás Þróttar.
Lokaumferðin í Íslandsmóti karla í knattspyrnu verður leikin á morgun. Höttur heimsækir Þór á Akureyrir og verður að vinna og vonast eftir hagstæðum úrslitum í leik Leiknis og ÍR til að sleppa við fall úr fyrstu deild. Fjarðabyggð, sem féll úr annarri deild í síðustu viku, heimsækir Reyni í Sandgerði. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14:00.