Rúmar 46 milljónir í átta verkefni úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Átta verkefni á Austurlandi fá samtals rúmar 46 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði en tilkynnt var um 600 milljóna úthlutun í morgun. Hæsti styrkurinn eystra fer til uppbyggingar í Hafnarhólma á Borgarfirði.


Alls eru veittir styrkir til 66 verkefna í kringum landið. Hæstu styrkirnir eru 30 milljónir króna og er veittir fjórir slíkir: til Dynjanda, Geysis, Skaftafells og Dettifoss.

Styrkirnir eystra sem hér segir, með rökstuðningi stjórnar sjóðsins:

Borgarfjarðarhreppur - Bátahöfnin við Hafnarhólma
Kr. 13.000.000,- styrkur til deiliskipulags og áframhaldandi hönnunar þjónustubyggingar ásamt framkvæmdum við gönguleiðir, bílastæði og lagnir.
Framhald á vel unnu verkefni, sem áður hefur fengið styrk frá sjóðnum og stuðlar að uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.

Djúpavogshreppur - Efling gönguferðamennsku í Djúpavogshreppi
Kr. 3.800.000,- styrkur til eflingar gönguferðmennsku í Djúpavogshreppi, með endurbótum á stikun gönguleiða og uppsetningu á nýjum fræðslu- og upplýsingaskiltum.
Vel unnið verkefni sem tengist annarri uppbyggingu sjálfbærrar ferðamennsku í Djúpavogshreppi. Auk þess styrkir verkefnið öryggi með stikun og uppsetningu skilta.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Perlur Fljótsdalshéraðs. Hönnun og uppsetning skilta við gönguleiðir
Kr. 3.107.248,- styrkur til að hönnunar og uppsetningar á skiltum við upphafsstaði 28 gönguleiða sem ganga undir nafninu Perlur Fljótsdalshéraðs.
Vel hugsað og fagmannlega undirbúið verkefni, sem byggir á miklum eldmóði og sjálfboðaliðastarfi. Mikilvægt verkefni með tilliti til öryggis og uppbyggingar á ferðaþjónustu á svæðinu.

Fjarðabyggð - Fólkvangur Neskaupstaðar
Kr. 2.400.000,- styrkur til þess að bæta aðgengi að fólkvangi Neskaupstaðar og leggja þannig grunn að skipulagi svæðisins til framtíðar. Verkefnið er heildstæð áætlun um skipulag, uppbyggingu og úrbætur á stígum og áningarstöðum.
Vel skilgreint verkefni, sem getur dregið úr neikvæðum áhrifum aukins fjölda ferðamanna á viðkvæma náttúru innan fólkvangsins.

Fjarðabyggð - Hólmanes - Fólkvangur og friðland
Kr. 9.000.000,- styrkur til áframhaldandi uppbyggingar á Hólmanesi við Eskifjörð sem áningarstað og útivistarsvæði.
Áframhald á vel undirbúnu og fagmannlega unnu verkefni, sem styður við sjálfbæra uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í takt við aukinn ferðamannastraum. Ný salernisaðstaða bætir úr skorti á grunnaðstöðu.

Fljótsdalshérað - Dyrfjöll - Stórurð, gönguparadís lokaáfangi
Kr. 8.000.000,- styrkur vegna lokahnykks á framkvæmdum við þjónustuhús á Vatnsskarði eystra, endurbótum á gönguleiðum, merkingum og upplýsingagjöf til ferðamanna er hyggjast heimsækja náttúruperluna Stórurð og nágrenni Dyrfjalla.
Verkefnið treystir öryggi með stikun og merkingu gönguleiða, og styrkir innviði með því að ljúka byggingu þjónustuhúss.

Fljótsdalshérað - Fardagafoss - Gönguleið, öryggi og náttúruvernd
Kr. 2.600.000,- styrkur til endurbóta á göngustíg að fossinum og uppbyggingar tveggja útsýnis- og áningarstaða í tengslum við hann.
Mikilvægt verkefni vegna náttúruverndar, sjálfbærni, aðgengis og öryggis á gönguleið við Fardagfoss.

Minjastofnun Íslands - Öryggisráðstafanir við skipsflakið á Tanga í Mjóafirði
Kr. 1.350.000,- styrkur til að útbúa og koma fyrir aðvörunar- og upplýsingaskilti og léttri girðingu/afmörkun við skipsflakið á Tanga í Mjóafirði.
Oft er talsverð umferð við flakið og hefur sést til fjölda fólks klifra í því, en flakið er í slæmu ástandi og töluverð hætta á hruni. Mikilvægt verkefni til að bæta öryggi ferðamanna.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.