Rúmlega 23 prósent fjölgun á kjörskrá í Mjóafirði

Alls eru 16 einstaklingar að þessu sinni á kjörskrá í einni allra minnstu kjördeild landsins í Mjóafirði. Síðustu tvennar Alþingiskosningar hefur fjöldi atkvæðabærra í firðinum verið 13 talsins svo fjölgunin er rúmlega 23 prósent.

Athygli vakti í síðustu þingkosningum að kjörsókn í Mjóafirði náði 100 prósentum sem hafði þá ekki gerst í mjög langan tíma. Það aðeins Mjóifjörður og Flatey sem státað geta af slíkri kjörsókn hin síðari ár eftir því sem næst verður komist.

Til samanburðar reyndist heildarkjörsókn í Norðausturkjördæmi við þingkosningar 2021 alls vera 80,9 prósent en á þeim tíma var fjöldi á kjörskrá alls 29.887 talsins.

Vegurinn til Mjóafjarðar hefur verið ófær síðustu sólarhringa en þangað ekki rutt reglulega. Hugsanlega þarf að sækja atkvæði þangað sjóleiðina. Mynd Fjarðabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.