Rúmlega 23 prósent fjölgun á kjörskrá í Mjóafirði
Alls eru 16 einstaklingar að þessu sinni á kjörskrá í einni allra minnstu kjördeild landsins í Mjóafirði. Síðustu tvennar Alþingiskosningar hefur fjöldi atkvæðabærra í firðinum verið 13 talsins svo fjölgunin er rúmlega 23 prósent.
Athygli vakti í síðustu þingkosningum að kjörsókn í Mjóafirði náði 100 prósentum sem hafði þá ekki gerst í mjög langan tíma. Það aðeins Mjóifjörður og Flatey sem státað geta af slíkri kjörsókn hin síðari ár eftir því sem næst verður komist.
Til samanburðar reyndist heildarkjörsókn í Norðausturkjördæmi við þingkosningar 2021 alls vera 80,9 prósent en á þeim tíma var fjöldi á kjörskrá alls 29.887 talsins.
Vegurinn til Mjóafjarðar hefur verið ófær síðustu sólarhringa en þangað ekki rutt reglulega. Hugsanlega þarf að sækja atkvæði þangað sjóleiðina. Mynd Fjarðabyggð